Besti pítsustaður heims valinn

Pítsuáhugafólk getur nú farið að bóka sér næstu helgarferð því það hefur verið kunngjört hvar bestu pítsur veraldar er að finna.

Big 7 Travel hafa nýverið gefið út lista með 50 bestu pítsubúllum heima og þar trónir á toppnum staðurinn 10 by Diego Vitagliano sem er að finna í Napólí á Ítalíu (sem ætti ekki að koma neinum á óvart enda alla jafna kallað fæðingarstaður Napólí-pítsunnar!).

Í öðru sæti er svo Ken’s Artisan Pizza í Portland í Bandaríkjunum en þess má geta að Portland er einn af áfangastöðum Icelandair svo að það er ekki svo galið að skjótast í pítsu-helgarferð þangað (þó að það sé reyndar töluvert á sig lagt fyrir pítsu).

Í þriðja sæti er svo Peppe Pizzeria í París og það ætti nú flestum að vera lófa lagið að komast þangað í rómantíska pítsuferð.

Í fjórða sæti er svo The Good Son í Toronto í Kanada og í því fimmta Seu Pizza Illuminati í Róm.

Listann í heild sinni má nálgast HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert