Nýbruggaður bjór seldur á afslætti

Ljósmynd/Colourbox

Jólabjórinn í Vínbúðinni sem selst ekki á næstu dögum, mögulega vikum, verður fargað. Til að sporna gegn sóun hafa forsvarsmenn Viking brugghús ákveðið að selja bjórinn með afslætti sem ættu að vera góðar fréttir fyrir bjórunnendur landsins.

„Við erum á móti matarsóun og þess vegna höfum við á undanförnum árum brugðið á það ráð að lækka verðið á honum umtalsvert til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Bjórinn er í toppstandi og megnið af honum rennur ekki út fyrr en næsta haust. Reglurnar eru bara þannig að árstíðabundnar vörur eins og jólabjór eru einungis til sölu í ákveðinn tíma og eftir þann tíma er bjórinn tekinn úr sölu og sendur aftur til birgja. Það eina í stöðunni fyrir birgja er svo að farga bjórnum sem eftir verður,“ segir Eggert Sigmundsson, framleiðslustjóri Viking Brugghús

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert