„Þeim sem reyndu að bjarga sér var eiginlega refsað“

Hrefna Sætran.
Hrefna Sætran. Ljósmynd/Grillmarkaðurinn

„Við reyndum að vera lausnamiðuð í faraldrinum,“ segir veitingakonan Hrefna Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins í Reykjavík. „Við höfðum opið í hádeginu til að reyna að láta enda ná saman, höfðum heimsendiþjónustu og reyndum að hugsa út fyrir rammann,“ segir hún, en það hafi orðið til þess að fyrirtækið fékk minni styrki frá ríkinu en ella. „Þeim sem reyndu að bjarga sér var eiginlega refsað fyrir það,“ segir Hrefna.

Heimsfaraldur, há verðbólga með tilheyrandi fjármagnskostnaði og síhækkandi matarverð hafa verið veitingageiranum erfið þolraun sem ekki sér fyrir endann á þótt ferðamannastraumurinn hafi tekið mikinn kipp í ár. Nú í upphafi ársins hafa áfengisskattar hækkað enn og aftur og atvinnuvegurinn á í erfiðleikum með að halda sér á floti eftir hremmingar síðustu ára.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert