Nýjung frá KEA auðveldar foreldrum lífið

KEA smáskyrin hafa verið vinsæl undanfarin misseri - þá ekki síst meðal foreldra enda smáskyrin heppilegur biti fyrir börnin.

Nú er hægt að fá smáskyrin í skvísum sem einfaldar lífið enn meira - þá ekki síst á ferðalögum. Hvert smáskyr er 90 g og er því tilvalið nesti í skóla og vinnu og þá hentar það einstaklega vel fyrir fólk sem er að ferðast þar sem það má taka þetta magn með sér í flugvél. Nýja skyrið er líkt og aðrar KEA skyr bragðtegundir próteinríkt, laktósalaust og einstaklega bragðgott.

„Við erum virkilega ánægð með nýja KEA smáskyrið og höfum fengið afar jákvæð viðbrögð frá þeim sem hafa fengið að smakka þessa nýjung í vöruþróunarferlinu,“ segir Halldóra Arnardóttir markaðsstjóri ferskvara hjá Mjólkursamsölunni. Smáskyrið er í fallegum og handhægum umbúðum og er bæði ljúffengt og létt í maga. „Það er óhætt að segja að smáskyrið henti vel í flugið, jafnvel á næsta fund, það er tilvalið nesti í skólann og fullkomið eftir sund,“ segir Halldóra og hvetur fólk til að taka flugið með sætustu skyrskvísum landsins.

Nýja smáskyrið fæst í þremur bragðtegundum: vanillu, jarðarberja og banana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert