Töfrahreinsiefnið sem allir eiga inn í skáp

mbl.is/Caitlin Mills

Það kemur kannski einhverjum á óvart, en raksápa er mögulega besta þrifsápa allra tíma. Við höfum áður rætt um krafta raksápunnar og hvernig megi nota hana í þrifum. En hér koma þrjú ný ráð í hattinn. 

  • Spreyjaðu raksápu á klósettburstann sjálfann og þrífðu klósettskálina á áhrifaríkari máta. 
  • Makaðu raksáðu á baðið og flísarnar og skrúbbaðu létt yfir áður en þú skolar sápuna burt. Allt verður skínandi hreint á eftir. 
  • Sértu að berjast við blett í teppinu þínu, er ráð að spreyja raksápunni á blettinn og láta standa í 20 mínútur. Þurrkið síðan sápuna af með rökum klút og bletturinn ætti að vera horfinn. 
Raksápu má nota í hin ýmsu þrif.
Raksápu má nota í hin ýmsu þrif. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert