Grænu systurnar með splúnkunýjar vörur

Nýr bakki, teketill og kaffikrús frá Søstrene Grene.
Nýr bakki, teketill og kaffikrús frá Søstrene Grene. mbl.is/Søstrene Grene

Það berast fréttir af nýrri vörulínu sem þykir spennandi - því um er að ræða alveg nýjar vörur sem ekki hafa sést áður frá Søstrene Grene. 

Nýja vörulínan einkennist af mildum litum, mjúkum textíl, fléttuðum smáatriðum og fínni keramík - sem mun sannarlega gleðja. Hér eru nýjungar í eldhúsið, stofuna og svefnherbergið sem auka notalegheitin og ýja undir rólegt andrúmsloft á heimilinu. 

Í eldhúsið sjáum við nýjan teketil með bambus loki, kaffikrús og fléttaðan bakka. Einnig nýja matardiska, borðstofustóla og borðstofuljós, svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrir utan er nýtt náttborð, rúmgafl, rúmteppi, blómapottar og það allra nýjasta sem ekki hefur áður verið til í versluninni - eru gardínur sem koma í tveimur litum. Nýja vörulínan er væntanleg í byrjun febrúar og því eitthvað að hlakka til. 

Splúnkuný borðstofuljós, stólar og diskar.
Splúnkuný borðstofuljós, stólar og diskar. mbl.is/Søstrene Grene
Gardínurnar koma í tveimur litum.
Gardínurnar koma í tveimur litum. mbl.is/Søstrene Grene
Nýtt hliðarborð.
Nýtt hliðarborð. mbl.is/Søstrene Grene
mbl.is