Svona þrífa sumir sturtuna sína

Ljósmynd/Colourbox

Við erum til í allt sem aðveldar okkur lífið - og þar með talið þetta húsráð sem við framkvæmum í sturtu.

Til eru svokallaðir uppþvottaburstar sem þú fyllir af sápu og hann skammtar þér jafn óðum eftir því sem þú þarft af sápu til að þvo upp leirtauið. En slíkir burstar hafa þótt afar vinsælir síðustu misseri og svo nytsamir að þú getur tekið þá með þér í sturtu. Glöggir sérfræðingar þarna úti mæla með að nýta ferðina á meðan þú sturtar þig og vatnið er hvort eð er að renna niður veggina. Því er upplagt að bursta veggina í leiðinni og gera húsverk samhliða sturtuferðinni. En það þarf vart að taka fram að hér er þó mælst með að nota annan bursta en þann sem þú þværð upp leirtauið með. 

Uppþvottabursti með sápuskammtara er hreinasta snilld.
Uppþvottabursti með sápuskammtara er hreinasta snilld. mbl.is/Shutterstock_Ilike
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert