Sjallasta afþurrkunarráð allra tíma

Þrifkittið er klárt og ekki eftir neinu að bíða.
Þrifkittið er klárt og ekki eftir neinu að bíða. mbl.is/Colourbox

Þetta húsráð höfum við ekki séð áður - en enga síður stórsnjallt og vel þess virði að deila áfram. 

Hér er verið sýna okkur hvernig þú getur þurrkað ryk af fínu glansandi hlutunum þínum án þess að notast við tuskur eða önnur efni. Þetta trix hentar vel fyrir t.d. blómavasa, kertastjaka og blómapotta og svínvirkar. Eina sem til þarf eru vinnuhanskar, eða slíkir sem þú notar við garðstörfin. Hanskarnir eru mjúkir og hálf stamir og taka allt ryk í sig - svo eina sem þú þarft að gera er að strjúka létt yfir hlutina þína og þeir verða speglandi fínir á ný. 

Garðhanskar koma að góðum notum til að þurrka af.
Garðhanskar koma að góðum notum til að þurrka af. mbl.is/familyhandyman.com
mbl.is