Bjóða upp á sérlegt Friends Valentínusarsúkkulaði

Þáttaröðin Friends naut ómældrar vinsældar í heil tíu ár.
Þáttaröðin Friends naut ómældrar vinsældar í heil tíu ár. mbl.is/Reisig & Taylor/Getty

Hjörtun slá í takt á nýjum umbúðum með okkar eftirlætis Friends stjörnum sem skreyta vörurnar.

Sælgætisframleiðandinn Brachs hefur selt sykur-samtals-hjörtu síðan á sjöunda áratugnum. Samkvæmt Food & Wine, þá eru hjörtun með yfirskrift á borð við 'Crazy 4 U' og 'One & only' - með ýmsum bragðefnum á við banana-, appelsínu-, sítrónu-, kirsuberja- og vínberjabragði. 

Sykurhjörtun koma í takmörkuðu upplagi og eru framleidd í samstarfi við Warner Bros í tilefni að Valentínusardeginum sem óðum nálgast. En hjörtun eru ekki það eina sem við sjáum í Friends-þema, því heslihnetu mokka rjómi er einnig í hillum verslanna þar ytra og mun án efa kæta marga aðdáendur. 

Friends þættirnir voru sýndir á árunum 1994 til 2004 - en sérstakir endurfundir voru gerðir í maí 2021 sem mörgum þótti gaman að fylgjast með. 

mbl.is/Bachs
mbl.is/Warner Bros
mbl.is