Leynivopn Helgu Möggu í eldhúsinu

Helga Magga er næringaþjálfari sem deilir hollum uppskriftum á heimasíðunni …
Helga Magga er næringaþjálfari sem deilir hollum uppskriftum á heimasíðunni sinni helgamagga.is. mbl.is/Mynd aðsend

Næringarþjálfarinn og lögreglukonan Helga Magga hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur næringu og heilbrigðum lífsstíl. Hún heldur úti heimasíðunni helgamagga.is þar sem hún deilir næringarríkum og góðum uppskriftum. Leynivopnið hennar Helgu er salatbarinn í Hagkaup þar sem hún tryggir að koma nóg af góðu grænmeti ofan í fjölskylduna á einfaldan hátt.

„Þetta eru uppskriftir sem henta fyrir alla og eru yfirleitt mjög „macros“-vænar, sem þýðir einfaldlega að það eru nokkuð jöfn hlutföll næringarefna í uppskriftunum. Á instagraminu mínu „helgamagga“ er ég einnig að sýna hvað ég borða yfir daginn og gefa fólki góðar hugmyndir að næringarríkum mat sem hægt er að grípa í ásamt því að sýna frá því hvernig ég næ að koma hreyfingu inn í daginn hjá mér og hef þannig góð og hvetjandi áhrif á þá sem fylgjast með mér,“ segir Helga Magga sem deilir hér með okkur nokkrum góðum samsetningum af salötum sem eru í uppáhaldi hjá henni og fjölskyldunni. „Það er ótrúlega sniðugt að geta gripið með sér fljótlega og góða næringu. Þú getur valið þín uppáhalds hráefni og úrvalið er mjög fjölbreytt í Salatbarnum í Hagkaup og því ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Ég leyfi krökkunum mínum til dæmis að velja sér salöt og það hefur heppnast mjög vel, þau elska að fá að velja sjálf og raða í sitt salat og í leiðinni borða þau betur holla og góða máltíð. Salatbarinn er frábær kostur fyrir alla fjölskylduna,” segir Helga Magga.

„Það er mikið að gera á heimilinu með þrjú börn en með góðu skipulagi tekst mér samt yfirleitt alltaf að næra mig vel og sjá til þess að börnin geri það líka. Maðurinn minn er alveg á sömu línu og ég hvað næringuna varðar, það skiptir miklu máli að vera samstiga í þessu og vera góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar,“ segir Helga Magga og sjálfsagt taka flestir foreldrar undir það með henni að það sé í mörg horn að líta á stórum heimilum. „Ég kem oft við á salatbarnum í Hagkaup þegar ég er á hraðferð, þar er mjög fjölbreytt úrval af góðri næringu sem hentar vel fyrir alla. Hér er ég búin að setja saman fimm næringarrík og góð salöt sem ég hvet ykkur til að smakka.“

Mexíkóskt salat

 • núðlur í chilisósu
 • gúrkur
 • sérrítómatar
 • rauðlaukur
 • salatblanda Heiðmörk
 • kjúklingabaunir með fersku salsa
 • guacamole
 • kjúklingur

Kjötlaust salat

 • brokkolí
 • spínat
 • ólífumix
 • karríhrísgrjón
 • kjúklingabaunir í indverskri dressingu
 • sætar kartöflur með trönuberjum
 • chipotlesósa

Sesarsalat

 • pastaskrúfur hvítlauks
 • gúrkur
 • sérrítómatar
 • rauðlaukur
 • spínat
 • kjúklingur
 • kotasæla
 • beikon

Ítalskt salat

 • pasta
 • basilmajó
 • gúrkur
 • brokkólí
 • salatblanda Heiðmörk / klettasalat
 • gúrkur í tzatziki
 • ítalskar kjötbollur
 • kóríander-basil-dressing

Salat

 • sérrítómatar
 • brokkólí
 • sýrður rauðlaukur
 • spínat + ruccola
 • blómkálssalat
 • kjúklingabollur í salsasósu
 • kartöflur
 • sinnepssósa
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »