Skítugasti staðurinn í eldhúsinu afhjúpaður

Ljósmynd/Colourbox

Við höfum reglulega fjallað um stórhættulega staði í eldhúsinu þar sem bakteríur og annar óskapnaður á það til að safnast saman og lifa góðu lífi.

Í nýlegri rannsókn sem birt var í Journal of Food Protection kemur í ljós að skítugasti staðurinn er alls ekki sá sem við töldum hann vera.

Sigurvegarinn í rannsókninni voru eldhúskryddin en þar lúrðu bakteríurnar nokkuð kátar og ollu margskonar krosssmiti og veseni.

Það er því nauðsynlegt að passa upp á hreinlætið – sérstaklega þegar verið er að meðhöndla hrátt fuglakjöt. Gætið ýtrustu varkárni og ekki laumast í kryddbaukinn og setja hann aftur í hilluna eða skúffuna án þess að strjúka af honum.

mbl.is