Þessi efni tekur Ragga Nagli inn daglega

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli, starfar sem sálfræðingur í Kaupmannahöfn en kemur reglulega til Íslands og heldur vinsæla fyrirlestra og námskeið um streitu, breytingaskeið og heilbrigt samband við mat. Sjálf æfir hún lyftingar, CrossFit og spretthlaup af krafti og notar vítamín og bætiefni til ná sem bestum árangri. 

Næsta fyrirlestur Röggu má sjá HÉR.

Bætiefnin fimm sem ég tek allt árið um kring eru:

EVE fjölvítamín frá NOW sem er sérstaklega blandað fyrir konur óháð aldri og passar fyrir konur hvort sem þær æfa eða ekki. EVE inniheldur kvöldvorrósarolíu, járn, CoQ10 og grænt te til að kýla upp orkuna.

D3 vítamín 4000-6000 ae á dag yfir grámyglaðan vetrartímann þar sem sú gula mætir á svæðið í aðeins örfáa klukkutíma. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir ónæmiskerfið og styrk og heilsu beina og augna.

Skortur á D-dúllunni getur komið fram sem kvíði og depurð, og í ýmsum verkjum og kvillum, sem fólk áttar sig ekki á að um D-vítamínskort er að ræða.

Omega-3 fiskiolía  Fiskiolía eða Omega – 3, er lífsnauðsynleg fjölómettuð fitusýra sem líkaminn getur ekki búið til sjálfur og þarf að fá þessar dúllur úr fæðu eða bætiefnum.

Fiskiolía lækkar LDL kólesterólið (þetta Leiðinlega), eykur blóðflæði, styrkir æðaveggina, lækka blóðfitu, betri blóðstorknun, lækka blóðþrýsting og minni bólgumyndun í líkamanum sem er afar jákvætt fyrir okkur sem refsum járninu, því það minnkar líkur á vöðvaskemmdum. Fiskiolía löðrar liðina í smurningi og nýmyndun á mýelínslíðri utan um frumur. Það hefur ekki jákvæð áhrif á hjartað og vöðvavöxt, sem og gráa og hvíta gumsið í hauskúpunni því það stuðlar að vexti á nýjum heilafrumum.

Magnesíum fyrir svefninn finnst mér dýpka svefninn, og auka endurheimt og viðgerð í vöðvum. Sérstaklega á tímabilum þegar ég er að æfa mjög stíft og oft.

Ég nota Magnesíum og Calcium frá NOW til að fá líka kalk sem er svo mikilvægt fyrir okkur kvensurnar sérstaklega á breytingaskeiði til að koma í veg fyrir beinþynningu. Þótt ótrúlegt megi virðast sé skortur á magnesíum nokkuð algengur meðal Vesturlandabúa. Hann lýsir sér að blóðþrýstingur hækkar og glúkósaþol lækkar sem er þol okkar fyrir kolvetnum.

Kreatín er eitt mest rannsakaðasta bætiefnið á markaðnum. Rannsóknir sýna með óyggjandi hætti að inntaka kreatíns bætir vöðvamassa og styrk með að auka magn skjótrar orku í vöðvunum sem þýðir fleiri endurtekningar með ákveðinni þyngd. Það leiðir til að við verðum stærri og sterkari með tímanum.

Kreatín er sérstaklega mikilvægt fyrir konur því þær hafa lægra hlutfall í líkamanum og þurfa að hafa meira fyrir að byggja og viðhalda vöðvamassa. Fimm grömm af kreatíni fyrir æfingu hjálpar að halda vöðvunum mettuðum af kreatíni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert