Sextug og aldrei litið betur út

Ljósmynd/Demi Moore Instagram

Leikkonan Demi Moore hefur verið áberandi svo áratugum skiptir enda ein þekktasta leikkona heims.

Demi fagnaði sextugsafmæli sínu í nóvember í fyrra og gefur lítið fyrir þær úreltu hugmyndir að konur eigi að vera orðnar gamlar um sextugt.

Sjálf hefur Demi sagst hafa prófað flesta öfga sem til eru í mataræði og á tímabili hafi hún upplifað svo mikinn þrýsting um að vera grönn að mataræði hennar hafi bókstaflega verið hálfur bolli af höfrum á morgnanna og síðan eitthvað smá af grænmeti og próteinum yfir daginn. Kolvetni hafi verið bönnuð.

Eins hafi hún verið heltekin af líkamsrækt og eytt flestum stundum í líkamsræktarherbergi heimilisins þegar hún var ekki að vinna. Henni hafi legið svo á að komast í gott form eftir að hún eignaðist dóttur sína Scout, að hún hafi misst mjólkina.

Hún hafi hins vegar fengið hugljómun í aðdraganda kvikmyndarinnar G.I. Jane. Þá hafi hún þurft að bæta á sig vöðvamassa og rakaði um leið af sér hárið. Hún hafi þá ákveðið að henni væri betur komið í sinni kjörþyngd í stað þess að vera stöðugt að berjast við að vera við hungurmörk.

Hún hafi í kjölfarið endurskoðað ansi margt í lífinu og farið að iðka hugleiðslu og sjálfsrækt í öllu mildara formi en verið hafði. Hún hafi breytt líkamsræktarherberginu í heimaskrifstofu og aldrei séð eftir því. 

Í dag leggur Demi mikið upp úr útlitinu og hugsar vel um sig. Andlit hennar er merkilega slétt og ber þess merki að strekkt hafi veri á því og fyllt upp í spurngur. Mataræðið er ákaflega mikilvægt en Demi borðar engar dýraafurðir og það vill svo skemmtilega til að kærasti hennar er eigandi frægasta vegan veitingastaðar heims.

Aldurinn er afstæður eins og Demi sannar enda hugmyndir okkar um aldur og ellina stöðugt að breytast. Demi hvorki drekkur né reykir og setur heilsuna í fyrsta sætið – og það sést.

View this post on Instagram

A post shared by Demi Moore (@demimoore)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert