Drykkurinn sem styrkir ónæmiskerfið

Orkuskot sem keyrir daginn í gang.
Orkuskot sem keyrir daginn í gang. mbl.is/Linda Ben

Hér er drykkur sem við þurfum á að halda þessi dægrin - orkuskot sem styrkir ónæmiskerfið. Uppskriftin kemur frá Lindu Ben sem segir smoothie-inn vera mildan og mjúkan með örlitlu kikki. 

Smoothie sem styrkir ónæmiskerfið

  • 1 appelsína
  • 1 gulrót
  • 1 cm engifer
  • 1/4 tsk. túrmerik
  • Örlítill svartur pipar
  • 2 dl hreint jógúrt með ab-gerlum frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1/2 dl vatn (ef þér finnst þurfa, annars sleppiru vatninu)
  • Klakar

Aðferð:

  1. Öllu blandað saman í blandara. 
mbl.is/Linda Ben
mbl.is