Meðlætið sem hentar með flestum mat

Rauðkálssalat sem smellpassar með öllum mat.
Rauðkálssalat sem smellpassar með öllum mat. mbl.is/Kristjana Steingrímsdóttir

Heilsukokkurinn hún Jana færir okkur þetta rauðkálssalat með ómótstæðilegri dressingu. Salatið er einfalt í framreið og hentar með flestum mat. 

Meðlætið sem hentar með flestum mat

 • 1/4 haus rauðkál, rifið á mandolíni eða skorið í þunnar ræmur. 
 • 4 msk. ristaðar möndluflögur
 • 4 msk. ristaðar kasjúhnetur
 • 10 g basil saxað 
 • 1 msk. svört eða hvít sesamfræ

Lime & engifera dressing

 • safi úr 1 lime og smá raspaður börkur
 • 1 msk. ristuð sesamolía
 • 6 msk. ólífuolía
 • 1 msk. hlynsýróp
 • 1 msk. tamari sauce
 • 1/4 tsk. chili
 • 1 tsk. rifið engifer
 • 1 hvítlauksrif, pressað

Aðferð:

 1. Blandið saman rauðkálinu, möndlunum, hnetunum, basilikunni og sesamfræjunum. 
 2. Dressing: Hrisstið allt saman í krukku og hellið svo yfir rauðkálssalatið. 
mbl.is