Ný vörulína af lífrænni grískri jógúrt frá Biobú

Það eru tímamót hjá lífræna mjólkur- og kjötframleiðslufyrirtækinu Biobú ehf. Í júní verða 20 ár síðan lífræn jógúrt kom fyrst á markað með þremur tegundum. Margt hefur runnið til sjávar síðan þá og má nefna skyr, osta, gríska jógúrt, kjöt og nú fleiri bragðtegundir í fleiri einingum af grískri jógúrt. Biobú fjárfesti í annarri pökkunarvél sem gerir þeim kleift að pakka grískri jógúrt í fleiri einingar, 200 g og 500 g.
 
Nú hefur ný vörulína af lífrænni grískri jógúrt frá Biobú litið dagsins ljós og fæst í öllum helstu matvöruverslunum um land allt. Um er að ræða fyrstu nýju línuna í 20 ár hjá fyrirtækinu frá því að fyrsta pökkunarvélin var tekin í gagnið. Lífræna gríska jógúrtin fæst í 200 g og 500 g einingum í fjórum bragðtegundum, þar af eru tvær nýjar bragðtegundir, vanillu og peru&hunang ásamt hreinni og kókós sem hafa fest sig í sessi í daglegri rútínu margra landsmanna.

„Við erum afar stolt af nýju vörulínunni okkar og ásamt því að geta  sinnt eftirspurn eftir minni einingum af dásamlegu grísku jógúrtinni okkar. Það er sérstaklega ánægjulegt að koma með þessa línu því Biobú var fyrst á Íslandi til að koma með á markað gríska jógúrt. Við höfum verið sterk í hreinni grísku en nú erum við komin með þrjár spennandi bragðtegundir í hentugri umbúðum en áður,“ segir Ása Hlín Gunnarsdóttir, markaðsstýra Biobú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert