Royal Copenhagen með fallega nýjung

Páskaeggin frá Royal Copenhagen eru falleg í ár.
Páskaeggin frá Royal Copenhagen eru falleg í ár. mbl.is/Royal Copenhagen

Það er komið nýtt ár, páskarnir eru á næsta leiti og ný egg hafa litið dagsins ljós frá Royal Copenhagen - þau allra fínustu til þessa. 

Við erum farin að hlakka til að taka á móti bjartari dögum, þegar daginn fer að lengja með hækkandi sól. Vorstemningin verður þó vart bjartari en þessi hér, með nýju eggjunum frá Royal Copenhagen sem eru innblásin af yndislegum vorboðum - túlípönum, rauðsmára og vatnaliljum svo eitthvað sé nefnt. 

Páskaeggin eru tilvalin til að hengja á greinar eða liggja í fallegri skál á borði til skrauts. 

mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is