Vinsælasta sósa heims komin í verslanir

Bleika sósan eða The Pink Sauce hefur gert allt vitlaust á samfélagsmiðlinum TikTok og gott betur. Svo eftirsótt er sósan að bókstaflega hefur verið slegist um hana.

Höfundur hennar er Chef Pii sem sér núna fram á nokkuð bjarta framtíð eftir að hafa samið um framleiðslu og dreifingu á sósunni í samstarfi við Dave's Gourmet.

Sósan er væntanleg er verslanir Wallmart og vonandi hefur einhver snjall verslunareigandi vit á að flytja hana hingað heim því okkur bókstaflega dreymir um að fá að prófa þessa bleiku dásemd.

mbl.is