Gatorade komið í orkudrykkjabransann

Nýr orkudrykkur hefur litið dagsins ljós frá Gatorade.
Nýr orkudrykkur hefur litið dagsins ljós frá Gatorade. mbl.is/Gatorade

Það er nokkuð ljóst að orkudrykkir hafa slegið öll met í vinsældum síðustu misseri og nú bætist Gatorade í hópinn.

Gatorade hefur tekið ábendingunni um að hella koffíni út í blönduna sína og bjóða neytendum upp á drykk sem örvar taugakerfið og inniheldur 200 mg af koffíni. Drykkurinn er sá allra fyrsti á þeirra snærum og kallast „Fast Twitch“ - og var þróaður í samstarfi við NFL íþróttasérfræðinga. Drykkurinn mun vera fáanlegur í ýmsum bragðefnum á við, Cool Blue, Glacier Freeze, Strawberry Watermelon, Strawberry Lemonade, Orange og Tropical Mango.

mbl.is