Heitustu pabbar heims á pítsudeit með dætrunum

David Beckham og Tom Brady.
David Beckham og Tom Brady. Ljósmynd/samsett

Tvei huggulegustu menn veraldar - David Beckham og Tom Brady - sprengdu formlega alla skala á dögunum þegar þeir fóru saman á pabbadeit með dætrum sínum, Vivian Lake og Harper Seven.

Áfangastaðurinn var hinn sjóðheiti pístustaður Miami Slice og var ekki annað að sjá en að þeir félagarnir skemmtu sér konunglega.

Engum sögum fór af óeirðum á svæðinu eða fólki í yfirliði en gaman hefði verið að vera fluga á vegg á þessu skemmtilega vinadeiti.

mbl.is