Auðveldasta leiðin til að léttast

Ljósmynd/Colourbox

Búið er að skrifa ótal greinar um alls konar leiðir til þess að léttast. Vinsælast og áhrifaríkast er að breyta um mataræði eða vanda betur valið, og svo kemur hreyfing þar fast á eftir. Best er svo að drekka mikið af vatni og passa sig að sofa nóg. Þetta á að sjálfsögðu við um þá sem sækjast eftir því að léttast en það eru auðvitað ekki allir í þeim sporum.

En eitt er það ráð sem er afar einfalt og gerir minni kröfur almennt til þess sem ætlar að nýta sér það. Sagt er að við verðum södd löngu áður en heilinn sendir okkur boð um að nú sé nóg komið og jafnvel þá eigum við erfitt með að hemja okkur.

Og hvert er þetta einfalda ráð? Jú - það er einfaldlega að huga að skammtastærðunum. Við borðum mörg hver of mikið og með því að borða minna í hvert sinn finnum við ótrúlegan mun á fremur skömmum tíma. Prófaðu að borða eina aðalmáltíð á dag og snarla þess á milli eða borða léttari mat. Með þessum hætti innbyrðir þú færri hitaeiningar og bónusinn er að þér líður betur líkamlega.

Hér eru ekki flókin vísindi á ferðinni en þetta virkar! Prófaðu bara í viku eða svo og sjáðu hvernig þér líður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert