Bökuðu 1.300 fermetra pítsu

Pizza Hut slær heimsmet!
Pizza Hut slær heimsmet! mbl.is/Pizza Hut

Það er ekkert meira við hæfi en að fá fregnir af því að Pizza Hut hafi slegið heimsmet með stærstu pítsu í heimi.

Metið var slegið í Los Angeles, þar sem tæplega 1.300 fermetra stór pepperóni pítsa var bökuð til að fagna endurkomu ‘The Big New Yorker’ pítsunnar - en þess má geta að uppskriftin var notuð í þennan gjörning. Eitthvað var notað af hráefni til að baka pítsuna eða um 6.200 kíló af hveiti, 2.200 kíló af sósu, tæplega 4.000 kíló af osti og 630.496 pepperónísneiðar.

Það gefur augaleið að pítsan var ekki sett inn í ofn í heilu lagi og var bökuð í nokkrum einingum. Eftir að metið var slegið og skjalfest, var pítsan gefin til góðgerðamála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert