Erfiðasti staðurinn í eldhúsinu?

Þetta heimili virðist vera tandurhreint ef marka má myndina.
Þetta heimili virðist vera tandurhreint ef marka má myndina. mbl.is/Garde Hvalsøe

Það er ekki sjálfgefið að þrífa ákveðna fleti á heimilinu - og svo sem enginn sem fer fram á það, nema við sjálf. En þetta er einn af þeim stöðum sem erfitt er að ná til, og við erum með réttu ráðin. 

Við þurrkum regluega af hillum og innan úr skúffum og skápum, en förum sárasjaldan yfir veggi og loft - en þar safnast líka ryk sem við spáum oftast lítið í. Það getur reynst vandasamt að þurrka af svo stórum flötum og ná upp í loft, nema með þessari tækni hér. Þú einfaldlega dregur fram málningarskaftið og festir á það hreina málningarúllu. Síðan bleytir þú aðeins upp í rúllinni (ekki of mikið samt), rétt til að gera hana raka og rúllar svo yfir stóru fletina og þurrkar rykið bak og burt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert