Eina rétta leiðin til að moppa gólfin

Ljósmynd/Colourbox

Fæst hugsum við mikið út í það þegar við moppum gólfin heima hjá okkur. Við skellum vatni í fötu, dýfum tuskunni í og byrjum að moppa. En til er leið sem þykir sú besta – eða sú eina rétta í faginu.

Við teljum okkur vera með réttu handtökin við að skúra og sullum vatninu yfir gólfin til að fá þau hrein. Síðan hömumst við til hægri og vinstri með moppuna til að ljúka húsverkinu af sem fyrst, því það er margt annað sem við höfum við tímann að gera.

En þrifspekúlantinn Kacie frá Melbourne segir þessa aðferð vera á bannlista því þú sért í raun að dreifa óhreinindunum um húsið í stað þess að þrífa! Hún segir að við eigum að fylgja rákunum í gólfefninu ef um parket er að ræða, því ef þú sveiflast frá hægri til vinstri ertu í raun að ýta óhreinindunum meira ofan í rákirnar í stað þess að fylgja sömu átt og rákirnar liggja. Og þá vitum við það; við þurfum kannski bara að nota aðra stefnu en þá sem við erum vön næst þegar gólfin eru þvegin.

Mbl.is/TheBigCleanCo/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert