McDonald's verður grænni

Ljósmynd/Shutterbox

Við sjáum daglega hvernig fyrirtæki taka skref í að reyna bæta sig í umhverfismálum – og þar er skyndibitakeðjan McDonald's engin undantekning.

Í einstaka borgum í Bandaríkjunum hefur McDonald's tekið upp nýja stefnu með rörlaus lok – en fyrirtækið hætti alfarið með plaströr fyrir einhverjum misserum síðan, og prófar sig nú áfram með nýjum lausnum. Allt til þess eins að gera umbúðirnar sínar umhverfisvænni og draga úr sóun.

Svona líta nýju lokin út hjá McDonalds.
Svona líta nýju lokin út hjá McDonalds. mbl.is/McDonalds

Lítill flipi

Nýju lokin eru með litlum flipa til að koma í veg fyrir að drykkurinn skvettist upp úr. Til þess að drekka úr lokinu, verður að draga flipann aftur og rífa upp lítið op – eða svipuð hugmynd sem Starbucks hefur verið að notast við síðustu þrjú árin, ef einhver kannast við kaffibollana þar.

McDonald's setti sér það markmið árið 2018 að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá skrifstofum sínum og veitingastöðum um 36% á milli áranna 2015 og 2030. Árið 2021 skipti keðjan út nokkrum af Happy Meal-plastleikföngum sínum fyrir 3-D pappírsbundin leikföng sem viðskiptavinir geta sett saman sjálfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert