Algengustu mistökin sem fólk gerir þegar það eldar

Salt er sannkallað undraefni þegar elda á góðan mat.
Salt er sannkallað undraefni þegar elda á góðan mat. Ljósmynd/Park Hyatt Jeddah

Til er það hráefni sem til er á hverju heimili - eða flestum - sem fólk klikkar á að nota í matseld. Við lásum áhugaverða grein á dögunum og þar kom fram að þetta væri jafnframt hráefnið sem skildi oftast á milli vel og illa heppnaðrar máltíðar.

Við erum að tala um salt en mikilvægi þess í matargerð verður seint tíundað nóg.

Notið gott salt. Gamaldags borðsalt er miklu bragðsterkara en vandað flögusalt og því er mikill munur á því.

Smakkið matinn því til og bætið við salti ef maturinn er of bragðlítill. Gott salt er nefnilega gulli betra og því er það mögulega besta fjárfestingin í eldhúsinu.

mbl.is