Bestu hummus uppskriftir síðari ára

Ljósmynd/María Gomez

„Hér eru tvær tegundir af hummus sem báðir reyndust ferlega góðir og gott betur en það. Heitur sveppahummus og Hummus með grillaðri papriku á spænskan máta,“ segir María Gomez á Paz.is um þessar dásamlegu uppskriftir.

„Mér finnst hummus oft vera frekar bragðdauft og meira eins og leðja en álegg, en þessir eru svo sannarlega ekki þannig. Hér er bæði áferð og bragð upp á hundrað. Það skiptist alveg í 50/50 með hvor var betri en ég get lofað að þeir eru báðir svaka góðir og mæli ég með að prófa þá bara báða enda lítið mál að gera þá. Nýja línan frá Sigdal er fullkomin með þessu hummusi en þeir eru komnir með litlar kökur eða crackers í svona munnbita stærð, frábært hollt snakk með þessum hummus.“

„Crackers kexið kemur í 4 bragðtegundum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en ég get fullyrt að þau eru öll svakalega góð. Sveppahummusin er geggjað góður heitur, toppaður með steiktum hvítlaukssveppum. Ef þið viljið hann ekki heitan er hann líka góður bara kaldur.“

Að toppa eina crackers með sveppahummus og svepp ofan á er bara aðeins of gott, bragðmikið og hollt.

Ljósmynd/María Gomez

Heitur sveppahummus og spænskur paprikuhummus eins og þeir gerast bestir

Sveppirnir:

 • 250 g sveppir 
 • 20 g smjör til steikingar
 • 2 tsk. ólífuolía til steikingar 
 • 3-4 hvítlauksrif marin
 • salt og pipar 
 • 1 tsk. þurrkað timian 

Hummusinn

 • 1 dós eða krukka af soðnum kjúklingabaunum eða 230-240 gr af tilbúnum baunum
 • 1 tsk. sítrónusafi nýkreystur 
 • 45 g tahini 
 • 1/2 tsk. fínt borðsalt 
 • 1-2 hvítlauksrif 
 • svartur pipar 
 • kalt vatn 
 • ólífuolía til að setja ofan á hummusinn 
 • Ferkst timian til að toppa með

Grilluð papriku hummus 

 •  1 stk. meðalstór rauð ramiro paprika 
 • 1 msk. hlynsíróp 
 • 1 dós eða krukka af soðnum kjúklingabaunum eða 230-240 gr af tilbúnum baunum
 • 1 tsk. sítrónusafi nýkreystur 
 • 45 g tahini 
 • 1/2 tsk. fínt borðsalt 
 • 1-2 hvítlauksrif 
 • svartur pipar 
 • kalt vatn 

Aðferð

Heitur hvítlaukssveppa hummus með timian

 1. Setjið smjör og olíu á pönnu og skerið sveppina í þunnar sneiðar 
 2. Steikjið svo sveppina á pönnunni og saltið og piprið ögn og kryddið með þurrkaða timianu 
 3. Þegar sveppirnir eru orðnir dökkir og steiktir merjið þá hvítlauksrifin og setjið á pönnuna í blálokin og hrærið vel við sveppina, bara örlitla stund áður en slökkt er undir, en hvítlaukurinn á bara rétt að soðna ekki verða brúnn
 4. Slökkvið svo á pönnunni og leyfið því að standa saman meðan hummusin er gerður 
 5. Setjið öll innihaldsefnin í hummusinum saman í blandara eða matvinnsluvél nema vatnið 
 6. Maukið saman þar til verður grófur og bætið þá 1/3 af steiktu sveppunum út í og maukið þar til er orðið að silkimjúku hummusi
 7. Gott er að nota pulse takkan reglulega og skafa niður með hliðunum 
 8. Notið vatn til að þynna hummusinn í þá þykkt sem þið viljið hafa hann 
 9. Hitið hann svo örlítið upp í  potti eða örbylgju svo hann verði aðeins meira en volgur 
 10. Toppið svo með restinni af heitum sveppunum af pönnuni, ólífuolíu og fersku timian 

Grilluð papriku hummus 

 1. Byrjið á að stilla ofninn á grill 
 2. Setjið svo paprikuna í efstu hillu á grind í ofninum beint undir grillið 
 3. Fylgist vel með en húðin á að fá á sig svarta brunabletti. Þegar það er komið á einni hlið snúið henni þá og látið koma svarta brunabletti á allar hliðarnar á paprikunni. Þetta gerist fljótt svo verið dugleg að fylgjast með
 4. Setjið svo paprikuna á disk og hvolfið skál yfir meðan hummusin er gerður 
 5. Setjið öll innihaldsefnin í hummusinum saman í blandara eða matvinnsluvél nema vatnið 
 6. Maukið saman þar til verður grófur
 7. Takið þá paprikuna og flysjið af henni hýðið en það fer auðveldlega af með puttunum og fræhreinsið hana 
 8. Bætið henni út í blandarann og maukið þar til er orðið að silkimjúku hummusi
 9. Gott er að nota pulse takkan reglulega og skafa niður með hliðunum 
 10. Notið vatn til að þynna hummusinn í þá þykkt sem þið viljið hafa hann
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is