Skálin sem auðveldar lífið í eldhúsinu

Tímamótaskál í eldhúsið - ein með öllu!
Tímamótaskál í eldhúsið - ein með öllu! mbl.is/Amazon

Hér sjáum við eitt mesta snilldar eldhúsáhald síðari ára - en það er skál með innbyggðri vigt.

Það þekkja það allir sem hafa kastað sér út í bakstur af einhverju tagi, að það þarf að mæla hveiti, sykur og allt hitt sem til þarf í góðan bakstur. Og hér er skál sem léttir lundina í eldhúsinu, því skálin liggur í sérlegu handfangi með innbyggðri vigt. Á handfanginu er LED-skjár sem gefur þér möguleika á að velja á milli þeirra hráefna sem þú þarft að vigta, t.d. vatn, olíu, hveiti o.s.frv. - þá einnig mælieiningar á við millilítra, grömm og bolla. Skálin sjálf er síðan laus í handfanginu, sem þú smellir í uppþvottavélina eftir notkun. Fyrir áhguasama þá má finna skálina HÉR.

mbl.is/Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert