Uppþvottavélatrixið sem gott er að kunna

mbl.is/Colourbox

Ertu aldrei viss hvort það er skítugt eða hreint í uppþvottavélinni? Þá erum við með mjög einfalt en gagnlegt ráð handa þér.

Þegar þú ert búin að tæma uppþvottavélina skaltu setja hreinsiefnið í hólfið og loka því. Síðan fyllist vélin hægt og rólega af skítugu leirtaui en þú þarft aldrei að vera í vafa um hvort diskarnir séu hreinir eða skítugir því sápuboxið er lokað.

Hljómar einfalt.... en svo er líka hin leiðin sem er að setja diskana hreinlega skítuga inn í vélina enda pínu galið að þvo diskana svo vel áður en þeir fara í uppþvottavélina að þú sért hreinlega ekki viss hvort vélin sé búin að þvo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert