Adele kyssti Gordon Ramsay á miðjum tónleikum

Hin eina sanna Adele er þessa dagana í Las Vegas þar sem hún verður næstu mánuði á Cecars Palace hótelinu með reglulega tónleika.

Uppselt er á flesta tónleikana eftir því sem heimilidir okkar herma en nýverið var sjálfur Gordon Ramsay á tónleikunum og fékk höfðinglegar móttökur.

Þar sem Adele gengur milli áhorfenda og syngur langið When We Were Young, kemur hún auga á Ramsay og gengur til hans og smellir á hann kossi - án þess að slá feilnótu.

Ramsay var að vonum himinsæll með kossinn og deildi honum umsvifalaust á Instagram.

mbl.is