Dagatölin sem þykja þau allra flottustu

Dagatölin frá Kontor og Snæfríð og Hildigunni hafa undanfarin ár aflað sér mikilla vinsælda meðal fagurkera og smekkfólks almennt þar sem þau eru einstaklega fögur.

Bæði er um að ræða myndir - með afar skemmtilegum matvælum á - og síðan rifdagatal þar sem hugmyndin er að einn dagur sér rifinn af í einu.

Ávaxtadagatölin eru hönnuð af Kontor Reykjavík, sérprentuð á Íslandi á vandaðan pappír og koma í takmörkuðu upplagi. Þau hafa unnið til verðlauna bæði á Lúðrinum – Íslensku auglýsingaaverðlaununum og FÍT, auk þess að vekja verðskuldaða athygli fjölmiðla innanlands sem utan, þ.á.m. hjá Design Milk sem er eitt þekktasta hönnunar veftímarit í heimi.

Rifdagatalið er heimsþekkt hönnun Snæfríð og Hildigunnar en rifdagatölin hafa frá árinu 2008 og fengið fjölda viðurkenninga og verðlauna í gegnum tíðina. Snæfríð og Hildigunnur hafa meðal annars verið í samstarfi við Hay og er dagatalið til sýnis víða í hönnunarsöfnum, meðal annars nú síðast á fastasýningu í nýja hönnunarsafninu í Osló. 

Dagatölin fást í Epal en þau má skoða nánar HÉR.

mbl.is