Sparigrautur fyrir helgina

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Ég er ekki mikið fyrir heitan hafragraut þó ég þræli honum alveg í mig annað slagið en það er allt aðra sögu að segja af köldum slíkum! Ég elska nefnilega kalda hafragrauta með góðum toppi! Þessi hérna er algjör negla og kaffikeimurinn í honum skemmtileg tilbreyting,“ segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þenna snilldargraut sem við getum ekki beðið eftir að prófa. 

Kaffigrautur

Uppskrift dugar í 1 glas/krús svo margfaldið að vild

Kaldur hafragrautur uppskrift

  • 40 g tröllahafrar
  • 2 tsk. chiafræ
  • 100 ml mjólk að eigin vali
  • 20 ml kaffi (styrkleiki eftir smekk)
  • 2 msk. hrein jógúrt
  • 1 tsk. hunang
  1. Hrærið öllu saman í glasi/krús, plastið og geymið í ísskáp í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Hrærið upp í grautnum og setjið lúxus topp ofan á (sjá að neðan).

Toppur

  • Um ¼ banani (í bitum)
  • 1 tsk. gróft hnetusmjör (þykkt)
  • Ristaðar kókosflögur
  • 1 tsk. saxað suðusúkkulaði
  • Smá kakóduft
  • Þunnt hnetusmjör yfir allt í lokin (gott að nota í flösku sem hægt er að sprauta úr)
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert