Græjan sem getur bjargað ferðalaginu

Ferðagufutækið kemst auðveldlega fyrir í handfarangri.
Ferðagufutækið kemst auðveldlega fyrir í handfarangri. mbl.is/Colourbox

Hér er á ferðinni græja sem er ein sú sniðugasta sem sögur fara af. Þetta er hágæða ferðagufutæki sem auðvelt er að ferðast með og því heyra krumpuð föt nú sögunni til. Hægt er að gufa borðdúka (sem fá oft í sig leiðinleg brot) og flest allt annað sem getur krumpast án nokkurrar fyrirhafnar.

Græjan er létt og fyrirferðarlítil og olli ekki vonbrigðum þegar hún var prófuð.

Græjur sem þessar eru að mati sérfræðinga eitt það mikilvægasta sem hægt er að grípa með sér, sérstaklega þegar fara á einhvert þar sem ekki er í boði að vera haugkrumpaður.

En ef þú átt ekki svona græju þá lumum við alltaf á því góða ráði að hengja flíkina á herðatré, setja herðatréð inn í sturtuna og skrúfa svo frá heita vatnin. Alls ekki umhverfisvænt en sléttir allar krumpur á augabragði.

Græjan góða fæst í Epal og kostar 16.900 krónur.
Græjan góða fæst í Epal og kostar 16.900 krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert