Svona gefur þú húsgögnunum nýtt líf

mbl.is/Garde Hvalsoe

Hvað ætli við förum með margar tuskur í þrif á ári? Algjörlega tilviljunarkennd spurning og á lítið erindi inn í þennan þráð, fyrir utan að við þurfum tusku í þetta húsráð.

Það finnast viðarhúsgögn nánast inn á hverju heimili, en viðurinn á það til að verða þreyttur á að líta - sérstaklega ef hann er kominn til ára sinna. Hér er trix sem getur flíkkað upp á húsgögnin með lítilli fyrirhöfn.

Þú einfaldlega blandar saman einum hluta af sítrónuolíu á móti einum hluta af ediki og setur í hreina mjúka tusku. Strýkur svo létt yfir húsgögnin og viðurinn mun verða sem nýr á ný.

mbl.is