Ómótstæðileg baby back-grísarif!

„Ég byrjaði á því fyrir nokkrum árum að taka himnuna af grísarifjunum og hef ekki snúið til baka þó svo að rifin séu fín með himnunni. Með því að taka himnuna af þá fellur kjötið auðveldlega af beinunum eftir eldun og það gerir þetta einstaklega djúsí og gott,“ segir Vignir Þór Birgisson um þessi rosalegu rif sem verða seint toppuð!

Ómótstæðileg baby back-grísarif!

  • 2 baby back-grísarif
  • 2 l Fanta
  • Sérvalið SPG Hagkaupskrydd, magn eftir smekk
  • 1 msk. ólífuolía
  • malaður chili, magn eftir smekk
  • paprikuduft, magn eftir smekk
  • 1 stk. Baby rays BBQ-sósa eða Mississippi BBQ-sósa (510 g)

Aðferð:

1. Takið himnuna af rifjunum.

2. Setjið rifin í ílát og hellið Fanta yfir þannig að gosið hylji rifin vel, leyfið rifjunum að liggja í gosinu í kæli í sólarhring.

3. Takið rifin upp úr gosinu, setjið á ofnplötu og kryddið vel með sérvöldu SPG og eftir smekk með chili og paprikukryddi. Það má líka leika sér með kryddin hér og bæta við því sem ykkur dettur í hug. Ástæðan fyrir því að ég nota sérvalið SPG er salt, pipar og hvítlaukur en leyniefnið í kryddinu hentar einstaklega vel á rifin en það eru espresso-baunirnar.

4. Dreifið smá ólífuolíu á rifin og nuddið kryddinu og olíunni vel á báðar hliðar rifjanna.

5. Setjið álpappír yfir rifin og setjið í forhitaðan ofn (160°C).

6. Takið rifin úr ofninum og fjarlægið álpappírinn.

7. Setjið BBQ-sósu vel yfir rifin.

8. Hækkið hitann í ofninum í 220°C og eldið áfram í 10 mínútur.

9. Fyrir þá sem vilja að BBQ-sósan verði meira karamelliseruð þá er gott að setja á grillstillingu síðustu þrjár mínúturnar í ofninum en fylgist vel með, svo rifin brenni ekki.

10. Látið standa í um það bil 10 mínútur áður en þið berið fram.

mbl.is