Eru eggin gömul eða ný? Mannkynið hefur spurt sig þessarar spurningar frá örófi alda og nú er loksins komin aðferð sem getur ekki klikkað.
Ef þú ert í vafa um hvort eggin séu ennþá fersk skellir þú þeim í vatnglas. Ef eggið fellur á botninn er það nýtt en ef það flýtur á yfirborðinu er ráð að fleygja því í ruslið.