Fæstir vita til hvers gatið á handfanginu er

Flestir myndu sjálfsagt giska á að það væri til þess að hengja pönnuna upp og að mörgu leyti væri það rétt hjá þeim. En það er annar og öllu merkilegri tilgangur með þessu stórsnjalla gati.

Það er nefnilega sérhannað til að passa undir skeið þannig að ekki þurfi endalaust að leggja skítuga skeiðina á eldhúsbekkinn og subba þannig út að óþörfu.

Prófaðu þetta næst og sjáðu hvort þetta passar ekki.

mbl.is