Stórstjörnur opna veitingastaði í Leifsstöð

Ágúst, Jakob og Snorri.
Ágúst, Jakob og Snorri. Ljósmynd/Samansett (mbl + Instagram)

Það verður mikið um dýrðir í Leifsstöð á næstunni en tilkynnt hefur verið um fjölmarga nýja veitingastaði þar. Það eru engir aukvisar sem koma að rekstrinum því meðal þeirra staða sem verða opnaðir eru Jómfrúin og Baka Baka.

Tveir staðir verða opnaðir nú á næstunni; veitingastaðurinn Jómfrúin og bistróstaðurinn Elda þar sem meistarakokkurinn Snorri Victor Gylfason mun sjá um þróun og hönnun á öllum réttum.

Síðar á þessu ári verða þrír nýir veitingastaðir opnaðir en þar ber sjálfsagt hæst upprisu Loksins! sem margir héldu að væri allur. Hann verður á nýjum stað í byggingunni.

Eins tekur til starfa veitingastaðurinn Bakað, sem er afsprengi BakaBaka í Bankastræðinu sem Ágúst Einþórsson stofnaði. Síðast en ekki síst mun Te og kaffi bjóða upp á heilsusamlega djúsa, salöt og gæðakaffi.

HAF stúdíó mun sjá um hönnun staðanna auk þess sem tónlist verður sérsniðin til að tryggja sem besta stemningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert