Morgunverður matarbloggarans

Ljósmynd/Linda Ben

Hvað ætli matarbloggarar borði í morgunmat? Þetta er svona svipað eins og að spyrja kokka þessarar spurningar því við búumst við einhverju stórkostlegu en reyndin er oft önnur.

En matarbloggararnir koma á óvart og þá ekki síst hvað varðar hollustu og huggulegheit. Hér erum við með morgunverð úr smiðju Lindu Ben sem er alveg hreint geggjaður. Bæði bragðgóður, fallegur (það er ekki verra) og bráðhollur.

Bláberjahafragrautur

  • 1 dl haframjöl frá Muna
  • 10 stk. möndlur frá Muna
  • 1 banani
  • 1 dl frosin bláber
  • 1 msk hampfræ frá Muna
  • 1/2 msk. hörfræ frá Muna
  • 1/2 tsk. kanill Caylon frá Muna
  • 2 skeiðar kollagenduft (má sleppa)
  • 3 dl möndlumjólk
  • 1 tsk. möndlusmjör frá Muna
  • Fersk bláber til að setja ofan á grautinn

Aðferð:

  • Setjið haframjöl í pott, saxið möndlurnar og bætið í pottinn.
  • Skerið 1/3 af banananum í sneiðar og bætið út í pottinn ásamt frosnum bláberjum, hampfræjum, hörfræjum, kanil, kollagendufti (ef þið viljið slíkt) og möndlumjólk. Hrærið öllu saman og leyfið að malla við lágan hita í örfáar mínútur þar til grauturinn hefur samlagast.
  • Setjið grautinn í skál og toppið með bananasneiðum, möndlusmjöri, ferskum bláberjum og jafvel aðeins meira af söxuðum möndlum.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert