Nýtt og endurbætt LGG+ komið í verslanir

Í tilefni þess að um 25 ár eru síðan LGG+ kom á markað hefur MS endurbætt vöruna og gert hana laktósalausa. Í leiðinni fengu umbúðirnar nýtt og ferskt útlit.

LGG+ fæst eins og áður í þremur bragðtegundum: með jarðarberjum, mildu vanillubragði og með epla- og perubragði og inniheldur hver 65 ml flaska yfir 1 milljarð af LGG góðgerlum auk a- og b-gerla, heilsutrefja (ólígófrúktósa) og annarra heilnæmra mjólkursýrugerla í fitulausri mjólk.

Samsetning LGG+ er með þeim hætti að samverkandi heildaráhrif gerla og náttúrulegra efna gefa hámarks árangur sé þess neytt reglubundið og getur dagleg neysla bætt meltinguna og komið jafnvægi á hana, styrkt ónæmiskerfið og veitt mikið mótstöðuafl gegn kvefi og flensu. Örlítil breyting hefur orðið á bragði þar sem dregið hefur verið úr sykri í vörunni en þar sem varan er orðin laktósalaus kemur hún enn stærri hóp að gagni en áður.

LGG+ hefur verið afar vinsæl vara frá því hún kom fyrst á markað fyrir aldarfjórðungi en í fréttatilkynningu frá MS segir að LGG+ henti fólki á öllum aldri, börnum jafnt sem fullorðnum og með litlum dagskammt af LGG+ styrkjum við mótstöðuafl líkamans og örvum vöxt heilnæmra gerla í meltingarveginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert