Guðrún Ýr bakaði brúðartertuna sjálf

Ein af uppáhalds matarbloggurunum okkar hér á matarvef er Guðrún Ýr á Döðlur og smjör. Guðrúnu er margt til lista lagt eins og lesendur vorir þekkja en hún gerði sér lítið fyrir og bakaði brúðartertuna sjálf. Og kakan var stórkostleg!

Guðrún Ýr giftist sínum heittelskaða, Gunnlaugi Má Briem, þann 6. ágúst síðastliðinn. Hún var mjög ákveðin í að baka kökuna sjálf, en þar sem kökuskreytingar hafa ekki verið hennar sterkasta hlið að eigin sögn - þá ákvað hún að fá liðsauka með í verkið. „Ég fékk Katrínu (Katrínbakar) með mér í þetta verkefni, en ég var að fylgja henni á Instagram. Hún var að gera nákvæmlega það sem mig langaði - blóma skreytta köku úr smjörkrems blómum. Hún setti svo sannarlega allt sitt í kökuna þrátt fyrir að vera frumraun hennar í brúðkaupsköku skreytingum, en ég treysti henni fullkomlega,” segir Guðrún Ýr í samtali.

Guðrún segir jafnframt; „Ég vissi líka að ég hefði lítinn tíma í aðdraganda brúðkaupsins til að skreyta kökuna. Margt annað að huga að á lokametrunum. Við Katrín vorum búnar að hittast og pæla í litasamsetningum, stærð á köku og öll helstu atriði - og teiknaði Katrín allt nákvæmlega upp og sendi mér mynd af hugmyndinni okkar,” segir Guðrún Ýr.

mbl.is/Halldóra Kristín
Guðrún Ýr matarbloggari á Döðlur á smjör, bakaði brúðartertuna sjálf.
Guðrún Ýr matarbloggari á Döðlur á smjör, bakaði brúðartertuna sjálf. mbl.is/Halldóra Kristín
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert