Nýjasta eldhústískan er hér

Þetta nýja eldhús kallast NOTES og er yfirburða lekkert.
Þetta nýja eldhús kallast NOTES og er yfirburða lekkert. mbl.is/Svane Køkkenet

Við elskum ljóst og lekkert! Og það er það sem við sjáum í nýjustu eldhústísku frá framleiðandanum Svake Køkkenet.

Þessi glæsilega og nýja eldhúshönnun kallast NOTES, og er eins stílhrein og hægt er að vera í skandinavískum stíl. Innréttingin er framleidd úr FSC-vottuðum aski, þar sem æðarnar í viðnum fá að njóta sín og gefa þetta náttúrulega og mjúka útlit. Til viðbótar við innréttinguna, þá eru einnig fáanlegar hillueiningar í stil sem eru upplagðar fyrir fallega eldhúsmuni, keramík, bækur eða listmuni.

mbl.is/Svane Køkkenet
mbl.is/Svane Køkkenet
mbl.is/Svane Køkkenet
mbl.is