Frábær fiskur í rjómaostasósu

Ljósmynd/Thelma Þorbergs

„Ef þig langar að borða meiri fisk mælum við með að festa 1-2 daga í viku þar sem fiskur er á boðstólnum og þá er ekki verra að byrja á þessum einfalda og ljúffenga fiskrétt sem mun án efa hitta í mark hjá fjölskyldunni,“ segir Thelma Þorbergs um þessa geggjuðu uppskrift!

Frábær fiskur í rjómaostasósu

Þessi uppskrift dugar fyrir 4-6

 • 1 kg þorskur eða ýsa (ófrosin)
 • 1⁄2 haus brokkolí
 • 1⁄2 haus blómkál
 • 200 g rjómaostur með graslauk og lauk frá MS
 • 200 g hreinn rjómaostur frá MS
 • 2 dl matreiðslurjómi frá Gott í matinn
 • 1 1⁄2 tsk. hvítlaukspipar
 • 1⁄2 tsk. salt
 • 100 g rifinn pizzaostur frá Gott í matinn

Meðlæti

 • soðar kartöflur og eða hrísgrjón

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 190 gráður.
 2. Setjið fisk í eldfast mót ásamt niðurskornu brokkolí og blómkáli.
 3. Setjið báða rjómaostana í pott ásamt rjómanum yfir meðal háan hita og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
 4. Kryddið með hvítlaukspipar og salti, gott er að smakka sósuna til og krydda þá meira ef þess er þörf.
 5. Hellið rjómaostasósunni yfir fiskinn og eldið í 15 mínútur við 190 gráðu hita.
 6. Takið fiskinn út og setjið ostinn yfir og setjið aftur inn í ofn í 10 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað alveg.
 7. Berið fram með soðnum kartöflum og/eða hrísgrjónum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir

mbl.is