Lang einfaldasta leiðin til að þrífa gluggana

Hreinir og fallegir gluggar skipta máli.
Hreinir og fallegir gluggar skipta máli. mbl.is

Ef við flettum því upp í Google, hvernig best sé að þvo gluggana okkar - þá birtast ýmis svör. Sumir vilja meina að kalt vatn og uppþvottalögur sé það besta, á meðan aðrir sverja sig við edik og hina ýmsu klúta. Því er gott að leita ráða hjá gluggaþvottamanni sem hefur öll svörin á hreinu í eitt skipti fyrir öll - en Jack Kimborck hjá Qwc hefur eftirfarandi um málið að segja.

  • Best er að þvo gluggana á skýjuðum dögum. Ef að sólin skín beint á gluggann þá þornar sápan hraðar.
  • Sjáðu til þess að vera með réttu græjurnar við hönd. Svampur kemur sér vel og eins góð gluggaskafa. Ekki eltast við ódýra sköfu með hörðu gúmmíi, því þær duga kannski vel í sturtuklefanum en ekki út í brúnirnar á glugganum.
  • Notaðu helst litarlausan uppþvottalög.
  • Hreinn örtrefjaklútur.
  • Volgt vatn í fötu. Sumir ganga svo langt að hita upp kalt vatn en það er bara fyrir þá allra hörðustu.
  1. Byrjið á því að leysa upp uppþvottalög í vatni og skola gluggana.
  2. Notaðu sköfuna á gluggann og dragið vatnið jafnt niður á við.
  3. Þurrkið yfir gluggann með örtrefjaklút og glugginn verður tandurhreinn.

Mýtur um gluggaþvott

  • Oft er talað um að nota dagblöð við gluggaþvott, til að losna undan röndum í glerinu. Þú ættir að halda þig fjarri þeim ráðum, því hér áður fyrr var blý notað í dagblöð sem hafði þau áhrif sem gluggana (og okkur) dreymir um - en í dag er allt önnur sverta notuð í prentunina.
  • Edik, áfengi og salmíak gera heldur ekki mikið gagn - því efnin hafa frekar skaðleg áhrif á hendurnar og gera ekki sama kraftaverkið fyrir gluggann.
Það jafnast ekkert á við vel pússaðan glugga.
Það jafnast ekkert á við vel pússaðan glugga. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert