Hættum að gera þetta með niðurfallið

Við elskum góð húsráð og þetta er eitt af þeim.
Við elskum góð húsráð og þetta er eitt af þeim. mbl.is/

Það fyrsta sem við gerum er niðurfallið í vaskinum er stíflað, er að skottast út í búð og kaupa hreinsi. Á meðan við eigum í raun að halda okkur frá slíku efni, þar sem það getur búið til stærri vandamál ef eitthvað er.

Búðarkeyptur hreinsir fyrir niðurfallið er bæði slæmur fyrir umhverfið, niðurfallið og þig. Í flestum tilfellum notum við hreinsinn því fita, hár eða matarleyfar hafa safnast saman og stíflað allt. Reynslan er þó sú að fólk á það til að skola ekki nægilega vel eftir að hreinsa niðurfallið svo að efnið stífnar - og allt í einu verður vandamálið ennþá stærra.

Hvað er til ráða?

  • Sé vaskurinn stíflaður, þá nægir oft að hella sjóðandi vatni og uppþvottalögi í niðurfallið.
  • Sé niðurfallið í gólfinu stíflað, þá er annarskonar skemmtun til að leysa vandann - því hér er best að bretta upp ermar og setja á sig gúmmíhanskana. Dýfa hendinni niður og hreinsa eins mikið af hárum eða öðru sem er að hindra flæðið. Munið þó að skola með sjóðandi vatni eftir á, til að losa um það allra síðasta.
  • Ef þú hellir reglulega sjóðandi vatni í niðurfallið og hreinsar í burtu hár og annað - þá lendir þú síður í því að niðurfallið fari í mótþróa.
mbl.is