Pítsa með dásamlegum burrata osti

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Burrata ostur er einn af þessum sem lætur mann kikna í hnjánum. Það er svo gott að nota hann í ýmsa matargerð og á pizzur er hann guðdómlegur,“ segir meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þessa snilldarpítsu en við tökum heilshugar undir orð hennar um burrata ostinn!

„Ég smakkaði fyrst Burrata ost í Friðheimum fyrir nokkrum árum og eftir það var ekki aftur snúið. Það hefur hins vegar reynst þrautinni þyngra að nálgast þessa dásemd en nú hefur Mjólkursamsalan hafið sölu á þessum osti í lausasölu og ég mæli með að þið laumið ykkur alltaf í eina, ef ekki fleiri dósir þegar hann er til í verslunum!

Pizza með íslenskum burrata

 • pizzadeig að eigin vali
 • pizzasósa að eigin vali
 • oreganó krydd
 • rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
 • grænt basil pestó, nokkrar teskeiðar
 • rautt chili pestó, nokkrar teskeiðar
 • klettasalat, ein lúka
 • 100 g piccolo- eða kirsuberjatómatar
 • 1 kúla íslenskur burrata ostur
 • balsamik gljái
 • fersk basilíka, söxuð

Aðferð:

 1. Setjið smá grænt og rautt pestó hér og þar um pizzuna, næst klettasalat á hana miðja og dreifið úr tómötunum.
 2. Komið þá Burrata kúlunni fyrir á miðjunni og setjið ólífuolíu og balsamikgljáa yfir allt og loks smá basiliku.
 3. Berið pizzuna fram, skerið í kúluna og dreifið rjómafyllingunni yfir hverja sneið.
mbl.is