Besta leiðin til að steikja beikon

Við erum með beikon á heilanum og skyldi engan undra því beikon er með því besta sem hægt er að fá. En hvernig er best að steikja það... þið vitið... þannig að það verði fullkomlega krispí og gott.

Við horfðum á þetta skemmtilega myndband þar sem fjórar mismunandi aðferðir eru notaðar. Í fyrsta lagi pönnusteiking, í öðru lagi bakstur, þriðja lagi örbylgjuofn og í fjórða lagi er prófuð einhver græja sem framleiðendur fullyrða að sé ótrúlega snjöll en reynist vera algjört drasl.

Og hver var útkoman?

Pönnusteikta beikonið var frábært... en það fékk mínusstig fyrir hvað þurfti að sinna því mikið því eins og við þekkjum þá má vart hafa augun af því.

Hæstu einkunina fékk bakaða beikonið en það var fullkomlega stökkt og bragðgott. Áferðin þótti fullkomin og mælt var sérstaklega með þessari aðferð.

Örbylgjueldaða beikonið kom á óvart og fékk reyndar hærri einkunn en það pönnusteikta sem ætti að eyða fordómum ansi margra. Trixið er bara að elda það nóg.

Beikongræjan fékk svo falleinkunn og fólki ráðlagt að kaupa hana ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert