Eldhúsgræjurnar sem Guðrún í Kokku mælir með

Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku.
Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku. Eggert Jóhannesson

Það komast fáir með hælana hvað varðar fróðleik og fágun er kemur að eldhúsgræjum - eins og hún Guðrún Jóhannesdóttir, kennd við sælkeraverslunina Kokku. Við fengum Guðrúnu til að segja okkur frá fimm helstu og ómissandi hlutunum í eldhúsið að hennar mati.

„Það er svo ótalmargt sem mér þykir nauðsynlegt að eiga í eldhúsinu enda er matur, matargerð og allt sem því tengist ekki bara vinnan heldur aðal áhugamál okkar hjóna. Það eru þó nokkur verkfæri sem ég gæti ekki verið án og ég setti saman lista yfir top 5 og svo eina græju sem er kannski ekki nauðsynleg, en ég held mikið upp á”, segir Guðrún í samtali.

 

Hnífur kemur manni á leiðarenda
Góður hnífur er mikilvægasta verkfærið í eldhúsinu. Það er ekkert verra en lélegur hnífur. Að nota lélegan hníf er eins og að fara í fjallgöngu í þunnbotna strigaskóm. Þú kemst kannski á leiðarenda en það er hvorki þægilegt né gaman. Minn uppáhalds er litli kokkahnífurinn frá Güde, þó er sá 21 cm notaður meira í eldhúsinu heima hjá mér því ég kemst ekkert að pottunum fyrir manninum mínum. Sjá HÉR.

Brýnir er aðalatriðið
Svo til að halda hnífnum beittum, sem er aðalatriðið, er nauðsynlegt að eiga brýni. Við seljum alls konar brýni í Kokku, bæði steina og rafbrýni en það sem er vinsælast er litla Any Sharp brýnið. Það er svo auðvelt í notkun og virkar ótrúlega ve. Sjá HÉR.

Rifjárn er ómissandi
Rifjárnin frá Microplane eru ómissandi í eldhúsið. Það kannast allir við að rífa niður á gamaldags stönsuðu rifjárni sem bítur ekkert. Microplane járnin eru leiserskorin og bíta því talsvert betur. Þau fara létt með að rífa engifer og múskathnetur, ferskan eldpipar og sítrusbörk. Sjá HÉR.

Töfrasproti besti félaginn 
Bamix sprotinn minn er líka græja sem ég gæti ekki verið án. Hvort sem maður er að mauka súpur og sósur, gera hummus eða guacamole þá er hann besti félaginn. Að gera bernaise sósuna eða aioli með Bamix er leikur einn og svo ræður hann vel við frosna ávexti og klaka og svo er auðvelt að þrífa hann og ganga frá honum ofan í skúffu. Við erum búin að eiga okkar Bamix sprota í tæp 20 ár og hann er notaður nær daglega. Sjá HÉR.


Panna eru bestu kaupin
Góð steypujárnspanna er líka ein bestu kaup sem hægt er að gera í tengslum við eldamennsku. Hún hitnar vel, heldur góðum hita og brúnar betur en nokkur önnur panna. Það er hægt að nota steypujárn á allar gerðir eldvéla og í ofni og það bragðast allt betur sem steikt er á járni. Sjá HÉR.

Heittelskaða safapressan
Síðast en ekki síst skal nefna græjuna sem ég sjálf nota mest í eldhúsinu. Það er mín heittelskaða safapressa. Ég geri safa á hverjum morgni, það er eldsneytið sem kemur mér í gang. Ég borða ekki mikið af ávöxtum en ég geri safann með grófa sigtinu og fæ þannig fullt af trefjum. Sjá HÉR.

Uppskrift að uppáhalds safanum hennar Guðrúnar 

Hér er það sem ég nota í safann, mæli þetta ekkert nákvæmlega en hlutföllin eru nokkurnveginn svona”.

  • 1 til 2 epli eftir stærð
  • Half rauðrófa eða ein lítil
  • 1 appelsína
  • Þumalstórt stykki engifer
  • Hálfur þumall af gullinrót (turmeric)
  • Allt sett í safapressu og hellt í glös.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert