Sex algeng mistök sem við gerum heima fyrir

Þrif skora oft ekki hátt á vinældalistann hjá mörgum.
Þrif skora oft ekki hátt á vinældalistann hjá mörgum. mbl.is/Shutterstock

Heimilisþrif eiga helst að taka stuttan tíma en einnig að skila glimrandi árangri. Samt virðumst við gera einstaka „mistök” - ef mistök má kalla. Því stundum verða þrifin ekki eins áhrifarík eins og vera ber, og við dreifum óhreinindunum um húsið í stað þess að þrífa.

Ryksugupokinn
Margir ryksuga einu sinni á dag á meðan aðrir láta sér nægja að renna yfir gólfin einu sinni í viku. Ryksugupokinn er eitt af því sem gleymist iðulega að tæma og í raun eigum við að tæma hann rétt áður en hann fyllist. Ef þú notast við pokalausa ryksugu, skaltu huga að því að tæma vélina eftir hvert skipti þar sem ryksugan mun ekki virka alveg sem skildi og meiri líkur á að þú dreifir óhreinindum um húsið. 

Inni á útiskónum
Þetta kemur kannski ekki mörgum á óvart, en það segir sig sjálft að við eigum ekki að ganga inni á útiskónum. Undir skósólunum eru óteljandi bakteríur og óhreinindi þrátt fyrir að þeir séu þurrir í botninn.

Hreingerningarúði
Besta ráðið er við þurrkum af húsgögnunum okkar er að spreyja hreingerningarúðanum í klút og þurrka svo af. Það er mun áhrifaríka en að spreyja beint á mublurnar, sem munu draga meira ryki í sig en ella.

Fjaðurkústur
Margir eru enn að notast við svokallaða fjaðurkústa sem eru góðir til að ná á erfiða staði, eins og loft og veggi. En í raun ertu bara að dreifa rykinu frá einum stað yfir á annan. Notið frekar microfiber klút sem dregur allt ryk í sig.

Gluggaþvottur
Eins og sólin er góð í að létta okkur lundina, þá sýnir hún okkur líka hversu skítugir gluggarnir okkar eru. En það er gefin regla að pússa ekki rúðurnar í sólskini, því þá eru allar líkur á að þú fáir sápuför og línur á glerið.

Síðast en ekki síst
Besta húsráð allra tíma er að ganga frá jafn óðum – þá verða húsverkin ekki eins óyfirstíganleg og þú nærð að halda heimilinu svo til hreinu öllum stundum.

mbl.is