92 ára gamalt páskaegg enn óopnað

Eric Boden var ársgamall er hann fékk þetta páskaegg sem …
Eric Boden var ársgamall er hann fékk þetta páskaegg sem aldrei hefur verið opnað. mbl.is/SWNS

Til er páskaegg sem er eldra í árum en flest okkar hér á landi og víðar, en eggið er hvorki meira né minna en 92 ára gamalt og stendur enn í upprunalegu umbúðunum.

Manni að nafni Eric Boden í Bretlandi, var gefið Nestle páskaegg árið 1931 sem aldrei hefur verið opnað - en Eric sjálfur toppar 93 ára aldurinn í ár og var því ársgamall er hann fékk eggið að gjöf frá frænda sínum. Móðir hans vildi geyma eggið þar til hann yrði eldri og gæti þá notið þess frekar, og síðan er liðin næstum heil öld. Páskaeggið er tæpir 23 cm að stærð, pakkað inn í rauðar umbúðir með stórri slaufu um sig miðja. Og hefur eggið verið geymt í kassa til að vernda það í öll þessi ár.

Til gamans hefur Eric sett sig í samband við heimsmetabókina, þar sem hann telur sig vera með í höndunum elsta páskaeggið - í það minnsta í Bretlandi. Súkkulaði hefur þó því miður ekki sömu eiginleika og vín sem verður bara betra með árunum og alls ekki mælt með að borða slíkt eftir löngu settan síðasta söludag.

mbl.is/SWNS
mbl.is/SWNS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert